Gylfi fær ekki góða dóma

Gylfi og Phil Jagielka ganga niðurlútir af velli eftir tapið …
Gylfi og Phil Jagielka ganga niðurlútir af velli eftir tapið í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson og liðsfélagar hans í Everton fá flestir lága einkunn eftir 5:2-tapið gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Íslenski landsliðsmaðurinn komst lítið í takt við leikinn en átti þó eina aukaspyrnu sem fór rétt yfir mark Arsenal undir lokin.

Enska blaðið Mirror gefur Gylfa fimm í einkunn en fjórir aðrir byrjunarliðsmenn fá sömu einkunn og Gylfi. Það er versta einkunn Everton-manna.

Gylfi fékk einnig fimm í einkunn hjá staðarblaðinu Liverpool Echo. „Byrjaði leikinn vel en fjaraði út þegar Everton missti tök á leiknum. Þarf að bæta föstu leikatriðin,“ segir í umfjöllun Liverpool Echo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert