Gylfa hefði átt að vera vísað af velli

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki sáttur í leikslok eftir ...
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki sáttur í leikslok eftir leik liðsins gegn Everton. AFP

„Það var einungis eitt lið að reyna að spila fótbolta í þessum leik. Hitt liðið braut ítrekað af sér og það er með ólíkindum að það hafi ekki verið tekið fastar á þessum brotum. Einkum og sér í lagi tæklingunni hjá Gylfa Þór Sigurðssyni sem var klárt rautt spjald,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool,  argur eftir 1:1-jafntefli liðsins gegn Everton í dag.

Klopp var auk þess að vilja að Gylfi Þór væri vísað af velli með rauðu spjaldi ekki sáttur við vítaspyrnudóminn sem leiddi til þess að Wayne Rooney jafnaði metin. Klopp taldi Dejen Lovren, leikmann Liverpool, ekki hafa verið brotlegan í viðskiptum sínum við Dominic Calvert-Lewin.

„Dominic Calvert-Lewin var klókur þegar hann fiskaði vítaspyrnuna, en þetta var alls ekki brot. Við reyndum við gátum allan leikinn að skora, en náðum því miður bara að skora eitt mark. Eins og áður sagði var aðeins annað liðið að reyna að skapa sér færi í þessum leik og andstæðingur okkar var að reyna að eyðileggja leikinn að þessu sinni,“ sagði Klopp um vítaspyrnudóminn.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla