Flores hafnaði Stoke City

Ekki er ljóst hver mun stýra Eric Maxim Choupo-Moting og ...
Ekki er ljóst hver mun stýra Eric Maxim Choupo-Moting og Kurt Zouma hjá Stoke City. AFP

Spænski knattspyrnustjórinn Quique Sanchez Flores hefur hafnað samningstilboði forráðamanna enska knattspyrnufélagsins Stoke City um að taka við stjórnartaumunum hjá liðinu.

Stoke City er að leita að arftaka Mark Hughes sem rekinn var á dögunum og var Flores boðinn fimm ára samningur við félagið. Flores hefur hins vegar ákveðið að halda kyrru fyrir hjá Espanyol.

Líklegt þykir að Eddie Niedzwiecki muni stýra Stoke City þegar liðið mætir Manchester United í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á mánudagskvöldið. Talið er að Stoke City muni snúa sér að Martin O´Neill í leit sinni að knattspyrnustjóra.  

mbl.is