Arsenal komst yfir en tapaði

Callum Wilson skorar fyrir Bournemouth í dag.
Callum Wilson skorar fyrir Bournemouth í dag. AFP

Arsenal komst í 1:0-forystu gegn Bournemouth í seinni hálfleik er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Það dugði hins vegar ekki til því Bournemouth skoraði tvö mörk og tryggði sér 2:1-sigur. 

Eftir frekar bragðdaufan fyrri hálfleik skoraði Héctor Bellerín fyrir Arsenal snemma í síðari hálfleik. Hann kláraði þá framhjá Asmir Begovic í marki Bournemouth eftir frábæra sendingu Alex Iwobis. 

Bournemouth gafst hins vegar ekki upp og Callum Wilson jafnaði á 70. mínútu eftir fyrirgjöf Ryans Frasers. Heimamenn voru ekki hættir því Jordon Ibe skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið á 74. mínútu og tryggði Bournemouth stigin þrjú. 

Arsenal er í 6. sæti, fimm stigum frá fjórða sæti, og Bournemouth fór upp í 13. sæti með sigrinum. 

Bournemouth 2:1 Arsenal opna loka
90. mín. Leik lokið Arsenal komst yfir en tapaði. Vel gert hjá Bournemouth að snúa þessu við.
mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla