Lacazette frá næstu sex vikurnar

Alexandre Lacazette verður ekki með Arsenal næstu vikurnar.
Alexandre Lacazette verður ekki með Arsenal næstu vikurnar. AFP

Franski framherjinn Alexandre Lacazette sem leikur með Arsenal mun ekki leika fótbolta næstu sex vikurnar. Hann gekkst undir aðgerð vegna hnémeiðsla í dag. Meiðslin eru ekki talin mjög alvarleg og aðgerðin framkvæmd til að fyrirbyggja hættuna á frekari meiðslum. 

Lacazette hefur spilað 27 leiki fyrir Arsenal og skorað í þeim níu mörk, eftir að hann kom frá Lyon síðasta sumar. Pierre-Emerick Aubameyang gekk í raðir félagsins frá Dortmund í síðasta mánuði og treystir Arsenal á krafta hans í fjarveru Lacazette. 

Meðal þeirra leikja sem Lacazette missir af er úrslitaleikur enska deildabikarsins gegn Manchester City, en hann er eftir 12 daga. 

mbl.is