Allardyce rekinn frá Everton

Sam Allardyce.
Sam Allardyce. AFP

Sam Allardyce hefur lokið störfum sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Everton en félagið greindi frá þessu á twitter-síðu sinni.

Allardyce tók við stjórastarfinu hjá Everton í nóvember af Ronald Koeman. Þá var liðið í 13. sæti en endaði í 8. sæti. Allardyce var samningsbundinn Everton fram til júní 2019 en stjórn félagsins ákvað að reka hann úr starfi.

Það er því ljóst að Gylfi Þór Sigurðsson fær nýjan stjóra í sumar en Portúgalinn Marco Silva fyrrverandi stjóri Hull og Watford þykir líklegastur til að verða eftirmaður Allardyce.

mbl.is