Fer Vardy til Spánar?

Jamie Vardy leikmaður Leicester.
Jamie Vardy leikmaður Leicester. AFP

Spænska knattspyrnuliðið Atlético Madrid er sagt hafa mikinn áhuga á að fá enska landsliðsmanninn Jamie Vardy til liðs við sig frá Leicester City.

Atlético Madrid, sem tryggði sér á dögunum sigurinn í Evrópudeildinni, mun væntanlega sjá á eftir franska sóknarmanninum Antoine Griezmann í sumar og liðið þarf því á liðsstyrk að halda hvað framherjastöðurnar varðar.

Fram kemur í Daily Mirror að Diego Simeone þjálfari Madridarliðsins sé mjög hrifinn af Vardy sem skoraði 23 mörk fyrir Leicester í öllum keppnum og var á dögunum valinn í HM-hóp Englendinga.

mbl.is