Swansea staðfestir ráðningu sína á Potter

Graham Potter er að taka við B-deildarliði Swansea City.
Graham Potter er að taka við B-deildarliði Swansea City. AFP

Velska knattspyrnufélagið Swansea City hefur staðfest ráðningu sína á Graham Potter en það er heimasíða félagsins sem greinir frá þessu í dag.

Knattspyrnustjórinn hefur stýrt liði Östersund í sænsku úrvalsdeildinni, undanfarin sjö ár og hefur hann farið með liðið úr D-deildinni í þá efstu á þeim tíma. Þá gerði hann Östersund að sænskum bikarmeisturum árið 2017.

Þessi 43 ára gamli Englendingur spilaði meðal annars með liðum á borð við Birmingham, Stoke, Southampton og WBA á ferlinum en Swansea féll úr ensku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð og mun því spila í ensku B-deildinni í haust.

mbl.is