Ungur Frakki til Arsenal

Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal.
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal. AFP

Arsenal hefur verið afar iðið á leikmannamarkaðnum undanfarnar vikur og í dag gekk Lundúnaliðið frá sínum fimmtu kaupum í sumar.

Matteo Guendouzi, 19 ára gamall franskur miðjumaður, skrifaði undir samning við Arsenal í morgun og hann kemur til liðsins frá franska liðinu Lorient.

„Þetta er eitthvað sem ég er stoltur af. Arsenal hefur alltaf verið það lið sem hefur staðið hjarta mínu næst og ég hef viljað fara til liðsins frá því ég var krakki. Ég vona að ég geti gert frábæra hluti hér og það verður ekkert betra en að koma til liðs eins og Arsenal,“ segir Guendouzi á vef Arsenal.

Guendouzi er fimmti nýi leikmaðurinn í herbúðum Arsenal í sumar en hinir fjórir eru: miðjumaðurinn Lucas Torreira, bakvörðurinn Stef­an Licht­steiner, markvörðurinn Bernd Leno og miðvörðurinn Sokrat­is Pap­ast­athopou­los.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert