Sannfærandi sigur hjá Chelsea

Leikmenn Chelsea fagna marki N'Golo Kante gegn Huddersfield í dag.
Leikmenn Chelsea fagna marki N'Golo Kante gegn Huddersfield í dag. AFP

Fjórir leikir í ensku úrvalsdeildinni voru á dagskrá klukkan 14 í dag og er þeim nú lokið. Chelsea hóf tímabilið með öruggum 3:0-sigri á Huddersfield og þá töpuðu nýliðar Cardiff og Fulham báðir 2:0, gegn Bournemouth og Crystal Palace.

Chelsea var afar sannfærandi gegn lánlausum heimamönnum í Huddersfield á John Smith-vellinum í dag. Leikurinn fór rólega af stað og áttu gestirnir ekki marktilraun fyrr en á 34 mínútu en hún skilaði líka marki, nýkrýndi heimsmeistarinn N'Golo Kante skoraði eftir fyrirgjöf Willian. Rétt fyrir hálfleik bætti Chelsea svo við eftir að Christopher Schindler braut á Marcos Alonso inni í vítateig. Vítaspyrna dæmd og nýi maðurinn, Jorginho, steig á punktinn og skoraði af öryggi. Á 76. mínútu var sigurinn svo endanlega innsiglaður þegar Eden Hazard tók á rás upp miðjan völlinn og gaf svo til hægri á Pedro sem kom í góðu hlaupi. Spánverjinn tók eina snertingu og skoraði svo af miklu öryggi, 3:0.

Watford vann 2:0-sigur á Brighton þar sem Roberto Pereyra skoraði hvort sínu megin við hálfleikinn. Þá töpuðu nýliðar Cardiff og Fulham. Aron Einar Gunnarsson var ekki í leikmannahópi Cardiff sem tapaði 2:0 á móti Bournemouth en Ryan Fraser skoraði snemma leiks fyrir heimamenn áður en Callum Wilson innsiglaði sigurinn í uppbótartíma.

Fulham tók á móti Crystal Palace og varð að sætta sig við 2:0-ósigur. Jeffrey Schlupp og Wilfred Zaha með mörkin fyrir gestina.

Úrslitin
Bournemouth - Cardiff 2:0
Fulham - Crystal Palace 0:2
Huddersfield - Chelsea 0:3
Watford - Brighton 2:0

Wilfried Zaha fagnar marki sínu gegn Fulham.
Wilfried Zaha fagnar marki sínu gegn Fulham. AFP
Huddersfield 0:3 Chelsea opna loka
90. mín. MARK! Bournemouth - Cardiff 2:0. Callum Wilson 90'.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert