Rashford sá rautt í sigri United

Romelu Lukaku skoraði fyrsta mark leiksins.
Romelu Lukaku skoraði fyrsta mark leiksins. AFP

Manchester United vann sannfærandi 2:0-sigur á Burnley á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. United fékk færi til að skora fleiri mörk og hefði sigurinn getað orðið stærri, þrátt fyrir að Marcus Rashford fengi beint rautt spjald á 71. mínútu. 

Romelu Lukaku kom United á bragðið á 27. mínútu með skallamarki af stuttu færi eftir sendingu Alexis Sánchez. Lukaku var svo aftur á ferðinni á 44. mínútu er hann var fyrstur að átta sig innan teigs en eftir skot Lingard í varnarmann. 

United var áfram sterkari aðilinn í síðari hálfleik en tókst ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir að Lukaku hefði fengið nokkur mjög góð færi til þess og Paul Pogba brenndi af vítaspyrnu. Marcus Rashford fékk beint rautt spjald á 71. mínútu fyrir að setja höfuðið í andlit Phil Bardsley en það kom ekki að sök. 

Watford heldur áfram að koma á óvart og vann liðið 2:1-heimasigur á Tottenham á sama tíma. Tottenham komst yfir á 53. mínútu með sjálfsmarki en þeir Troy Deeney og Craig Cathcart skoruðu með sjö mínútna millibili um miðbik hálfleiksins og snéru taflinu við. Watford er því með fullt hús stiga eins og Liverpool og Chelsea. 

Watford er með fullt hús stiga.
Watford er með fullt hús stiga. AFP
Burnley 0:2 Man. Utd opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is