Mané bestur í ágúst

Sadio Mané.
Sadio Mané. AFP

Sadio Mané, sóknarmaður Liverpool, hefur verið útnefndur leikmaður ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu af leikmannasamtökunum í deildinni.

Mané skoraði þrjú mörk í þremur leikjum með Liverpool í ágústmánuði og vann Liverpool þá alla og bætti svo við fjórða sigrinum á laugardaginn þegar það hafði betur gegn Leicester á útivelli 2:1 þar sem Mané skoraði fyrra mark sinna manna.

Mané hlaut 58% atkvæðanna en hann hafði betur í baráttunni gegn Neil Etheridge (Cardiff), Roberto Pereyra (Watford), Sergio Agüero (Manchester City), Lucas Moura (Tottenham) og Benjamin Mendy (Manchester City).

mbl.is