Dembele líklega frá keppni út árið

Mousa Dembele í leik Tottenham gegn Arsenal.
Mousa Dembele í leik Tottenham gegn Arsenal. AFP

Belgíski landsliðsmaðurinn Mousa Dembele sem leikur með Tottenham spilar væntanlega ekkert meira með á þessu ári.

Miðjumaðurinn sterki meiddist undir lok leiksins á móti Wolves um síðustu helgi og nú er komið í ljós að liðbönd í ökkla leikmannsins eru sködduð sem þýðir að hann verður frá knattspyrnuiðkun næstu vikurnar.

Dembele kemur til með að missa af leikjum Tottenham á móti Inter og Barcelona í Meistaradeildinni en Tottenham heldur enn í smá von um að komast áfram í 16-liða úrslitin. Þá verður hann fjarri góðu gamni í nokkrum leikja Tottenham í deildinni meðal annars á móti Arsenal og Chelsea.

mbl.is