Liverpool fylgir City eftir - Gylfi lagði upp

Xherdan Shaqiri skoraði þriðja mark Liverpool.
Xherdan Shaqiri skoraði þriðja mark Liverpool. AFP

Liverpool gefur ekkert eftir í titilbaráttunni við Manchester City en City er með tveggja stiga forskot eftir að Liverpool vann Burnley 3:1 á útivelli í kvöld. Burnley komst yfir í seinni hálfleik. Wolves vann Chelsea.

Burnley náði forystunni snemma í seinni hálfleik með marki Jack Cork en James Milner náði að jafna metin með skoti frá vítateig, eftir stutta sendingu frá Divock Origi sem var í byrjunarliði Liverpool. Roberto Firmino skoraði svo úr sinni fyrstu snertingu, eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Burnley. Eftir hornspyrnu hans í uppbótartíma var Burnley nálægt því að jafna metin en þess í stað innsiglaði Xherdan Shaqiri sigurinn með marki úr skyndisókn, eftir sendingu frá Mohamed Salah.

Burnley er í erfiðum málum í næstneðsta sæti deildarinnar, með aðeins 9 stig eftir 15 leiki.

Wolves vann frækinn 2:1-sigur á Chelsea eftir að hafa lent undir. Wolves komst þar með upp í 12. sæti með 19 stig en Chelsea er í 4. sæti með 31 stig, tíu stigum frá toppnum.

Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp jöfnunarmark Everton, sem Richarlison skoraði, í 1:1-jafntefli við Newcastle en hann lék fyrstu 70 mínúturnar í leiknum. Everton er með 23 stig í 6. sæti en Newcastle með 13 stig í 14. sæti.

Fulham og Leicester gerðu svo 1:1-jafntefli. Tveimur leikjum er ólokið í kvöld en lesa má um þá hér.

Leikir kl. 19.45:
Burnley - Liverpool, 1:3
(Jack Cork 54. - James Milner 62., Roberto Firmino 69., Xherdan Shaqiri 90.)
Everton - Newcastle, 1:1
(Richarlison 38. - Salomon Rondón 19.)
Fulham - Leicester, 1:1
(Aboubakar Kamara 42. - James Maddison 74.)
Wolves - Chelsea, 2:1
(Raúl Jiménez 59., Diogo Jota 63. - Ruben Loftus-Cheek 18.)

Man. Utd - Arsenal, bein lýsing

Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

Burnley 1:3 Liverpool opna loka
90. mín. Leik lokið Liverpool er áfram fast á hæla Manchester City.
mbl.is