Hann er heimsklassa leikmaður

James Milner í leiknum gegn Napoli í kvöld.
James Milner í leiknum gegn Napoli í kvöld. AFP

„Það var alltaf vitað að þetta yrði erfiður leikur enda er Napoli með gott lið,“ sagði James Milner leikmaður Liverpool eftir sigurinn gegn Napoli í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Með sigrinum tryggði Liverpool sér sæti í 16-liða úrslitunum en liðið endaði í öðru sæti í C-riðlinum á eftir Paris SG.

„Mér fannst þetta virkilega góð frammistaða hjá okkur. Við vissum að við þyrftum að verjast vel og við gerðum það frá fremsta til aftasta manns. Mo kann að vinna leikina. Hann er heimsklassaleikmaður og hann tryggði okkur sigur enn og aftur,“ sagði Milner.

 

mbl.is