Gylfi byrjar á Etihad - Stjörnur City á bekknum

Gylfi byrjar gegn meisturunum.
Gylfi byrjar gegn meisturunum. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton sem heimsækir Englandsmeistara Manchester City nú klukkan 11:30 í fyrsta leik 17. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

https://www.mbl.is/sport/enski/2018/12/15/man_city_everton_kl_12_30_bein_lysing/

Gylfi klúðraði vítaspyrnu í síðasta leik er Everton gerði 2:2 jafntefli á heimavelli sínum gegn Watford en Marco Silva, stjóri liðsins, sagðist bera fullt traust til Gylfa eftir leik. Þá eru óvæntar fréttir úr herbúðum City en sóknarmaðurinn Raheem Sterling byrjar á varamannabekknum í dag en hann lét fjölmiðla nýlega heyra það vegna umfjöllunar þeirra um svarta leikmenn deildarinnar.

Þá eru þeir Sergio Agüero og Kevin de Bruyne á varamannabekk City en þeir eru báðir að snúa aftur eftir meiðsli. Agüero missti af síðustu fjórum leikjum og De Bruyne hefur ekki verið í leikmannahóp liðsins síðan 1. nóvember.

Byrjunarlið Man. City: Ederson, Walker, Otamendi, Lapotre, Delph, Bernardo, Gundogan, Fernandinho, Mahrez, Sane, Jesus.
Varamenn: Muric, Stones, Sterling, Aguero, De Bruyne, Zinchenko, Foden

Byrjunarlið Everton: Pickford, Coleman Keane, Zouma, Digne, Mina, Gomes, Gylfi Þór, Bernard, Calvert-Lewin, Richarlison
Subs: Stekelenburg, Baines, Walcott, Tosun, Schneiderlin, Davies, Lookman.

Raheem Sterling er óvænt á bekknum í dag.
Raheem Sterling er óvænt á bekknum í dag. AFP
mbl.is