Tottenham - Man. Utd, staðan er 0:1

Marcus Rashford fagnar sigurmarki sínu gegn Tottenham á Wembley í …
Marcus Rashford fagnar sigurmarki sínu gegn Tottenham á Wembley í dag. AFP

Marcus Rashford reyndist hetja Manchester United þegar liðið sótti Tottenham heim á Wembley í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag en hann skoraði sigurmark United í 1:0-sigri liðsins.

Tottenham byrjaði leikinn betur en United vann sig vel inn í leikinn. Harry Kane hélt að hann hefði komið Tottenham yfir um miðjan fyrri hálfleikinn en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Það var svo Marcus Rashford sem kom United yfir á 44. mínútu eftir að Paul Pogba hafði sent hann í gegn með frábærri stungusendingu. Rashford kláraði vel fram hjá Hugo Lloris í marki Tottenham og staðan því 1:0 í hálfleik.

Tottenham byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og setti mikla pressu á gestina frá Manchester. Harry Kane fékk nokkur góð færi til þess að jafna metin fyrir Tottenham en David de Gea, markmaður Manchester United, varði oft og tíðum meistaralega í marki United. Fernando Llorente fékk frábær færi undir lokin til þess að bjarga stigi fyrir Tottenham en De Gea var réttur maður á réttum stað og lokatölur á Wembley 1:0 fyrir Manchester United.

Tottenham er áfram í þriðja sæti deildarinnar með 48 stig en Manchester United er í sjötta sætinu með 41 stig, jafn mörg stig og Arsenal, og sex stigum frá Chelsea sem er í fjórða sæti deildarinnar.

Tottenham 0:1 Man. Utd opna loka
90. mín. Tottenham fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert