O'Neill orðinn stjóri Nottingham Forest

Martin O'Neill er orðinn knattspyrnustjóri Nottingham Forest.
Martin O'Neill er orðinn knattspyrnustjóri Nottingham Forest. AFP

Enska B-deildarfélagið Nottingham Forest gekk í dag frá ráðningu á Martin O'Neill sem knattspyrnustjóra. Hann tekur við af Aitor Karanka sem hætti störfum á dögunum. 

Hinn 66 ára gamli O'Neill þekkir vel til hjá Forest. Hann spilaði á sínum tíma 371 leik fyrir félagið og varð m.a. Evrópumeistari með liðinu árin 1979 og 1980, og enskur meistari 1978. Forest er sem stendur í 9. sæti B-deildarinnar, fjórum stigum frá sjötta sæti sem gefur þátttökurétt í umspili um sæti í efstu deild. 

O'Neill var síðast landsliðsþjálfari Íra og þar á undan stýrði hann Sunderland, Aston Villa og Leicester. Hann er ellefti stjóri Nottingham Forest síðan í júní árið 2011. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert