Mourinho búinn að hafna þremur félögum

José Mourinho var rekinn í desember.
José Mourinho var rekinn í desember. AFP

José Mourinho, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, segist vera búinn að hafna þremur félögum síðan hann var rekinn frá United í desember. Síðan Mourinho var rekinn er Ole Gunnar Solskjær búinn að vinna alla sjö leiki sína sem stjóri liðsins. 

Ég er ánægður með þessar þrjár vikur sem ég er búinn að vera í burtu frá þjálfun. Ég er búinn að gera hluti sem ég hefði ekki getað gert annars,“ sagði Mourinho í samtali við BeIN Sports. 

„Ef ég þekki mig rétt hins vegar mun ég vilja hafa meira fyrir stafni í mars. Ég mun skoða hvað er í boði en ég er búinn að hafna þremur félögum nú þegar. Ég þarf að taka mér lengri tíma og finna mér rétta áskorun,“ bætti Mourinho við. 

mbl.is