Santo kærður

Nuno Santo, knattspyrnustjóri Wolves.
Nuno Santo, knattspyrnustjóri Wolves. AFP

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Nuno Santo, knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarliðsins Wolves.

Santo tapaði sér í gleði þegar Diogo Jota fullkomnaði þrennu sína og tryggði Úlfunum 4:3 sigur gegn Leicester í leik liðanna á laugardaginn.

Santo hljóp út á völlinn og fagnaði með sínum mönnum þegar Jota skoraði markið og var hann umsvifalaust rekinn upp í stúku og í dag var honum birt kæra fyrir óprúðmannalega framkomu.

„Ég var rekinn af velli og það var rétt ákvörðun,“ sagði Santo eftir leikinn en hann hefur frest til klukkan 18 á morgun að svara kærunni.

mbl.is