Solskjær er ekki strengjabrúða Ferguson

Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. AFP

Ole Gunnar Solskjær, sem ráðinn var til að stýra Manchester United út keppnistímabilið, hefur neyðst til þess að útskýra hvernig Sir Alex Ferguson, goðsögn félagsins, er tengdur liði United í dag.

Solskjær minntist á að hafa haft samband við Ferguson þegar United leitaði eftir kröftum hans. Síðan þá hefur Ferguson sést á æfingasvæði United og orðrómur er uppi um að hann sé með puttana í málefnum liðsins á bak við tjöldin.

„Ég hef ekki talað við hann nema nokkrum sinnum síðan ég kom og hann hefur komið einu sinni á æfingu til okkar. Áhrif hans á liðið eru frekar þannig að ég spilaði undir hans stjórn í 15 ár og þannig hafði hann mikil áhrif á mig,“ sagði Solskjær og gaf því ekki mikið fyrir sögusagnirnar.

Undir stjórn Solskjær hefur United unnið sjö leiki í röð síðan hann tók við í desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert