Aroni hent á bekkinn

Aron Einar Gunnarsson byrjar á varamannabekknum.
Aron Einar Gunnarsson byrjar á varamannabekknum. AFP

Tveir leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Annars vegar fær Cardiff heimsókn frá Watford og hins vegar mætast West Ham og Fulham á London Stadium. 

Aron Einar Gunnarsson byrjar á varamannabekknum hjá Cardiff, sem er í 17. sæti deildarinnar og þarf nauðsynlega á stigum að halda í fallbaráttunni.

Með sigri fer Cardiff alla leið upp í 13. sæti í jöfnum pakka í neðri hluta deildarinnar. Watford er í áttunda sæti. Aron var í byrjunarliðinu í síðasta leik Cardiff, er liðið vann Southampton á útivelli, 2:1. 

West Ham fer upp fyrir Everton og upp í níunda sæti með sigri á Fulham í kvöld. Fulham er í 19. sæti með aðeins 17 stig, átta stigum frá öruggu sæti í deildinni. 

mbl.is