Arsenal mætir Napoli

Leikmenn Arsenal fagna marki gegn Rennes í gærkvöld.
Leikmenn Arsenal fagna marki gegn Rennes í gærkvöld. AFP

Nú í hádeginu var dregið til átta liða úrslitanna í Evrópudeild UEFA í knattspyrnu þar sem Arsenal og Chelsea voru í pottinum.

Arsenal á erfitt verkefni fyrir höndum en liðið etur kappi við ítalska liðið Napoli og Chelsea mætir tékkneska liðinu Slavia Prag.

Drátturinn varð þessi:

Napoli - Arsenal
Villareal - Valencia
Benfica - Eintracht Frankfurt
Slavia Prag - Chelsea

Það var einnig dregið til undanúrslitanna og drátturinn varð þessi:

Napoli/Arsenal - Villareal/Valencia
Benfica/Frankfurt - Slavia Prag/Chelsea

mbl.is