Dráttur í Meistaradeildinni í dag

Bikarinn fallegi sem keppt er um í Meistaradeildinni.
Bikarinn fallegi sem keppt er um í Meistaradeildinni. AFP

Dregið verður til átta liða úrslitanna í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í dag en drátturinn hefst klukkan 11.

Fjögur ensk lið eru eftir í keppninni svo talsverðar líkur eru á að ensk lið mætist í átta liða úrslitunum en drátturinn er opinn, þannig að lið frá sama landi geta mæst og liðunum er ekki skipt upp í styrkleikaflokka. Þá verður einnig dregið til undanúrslitanna.

Liðin átta sem verða í pottinum eru:

Ajax
Barcelona
Juventus
Liverpool
Manchester City
Manchester United
Porto
Tottenham

<strong></strong>

Fyrri leikir í átta liða úrslitunum verða spilaðir 9. og 10. apríl og síðari leikirnir 16. og 17. apríl.

<strong><br/> </strong>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert