Gylfi á skotskónum gegn Chelsea

Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu gegn Chelsea á Goodison …
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu gegn Chelsea á Goodison Park í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum fyrir lið sitt Everton þegar liðið fékk Chelsea í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Gylfi skoraði annað mark Everton á 72. mínútu en leiknum lauk með 2:0-sigri Everton.

Chelsea byrjaði leikinn betur og setti mikla pressu á leikmenn Everton sem vörðust vel og staðan markalaus í hálfleik. Everton byrjaði seinni hálfleikinn með miklum látum og komst yfir á 49. mínútu þegar Gylfi Þór Sigurðsson tók hornspyrnu frá hægri.

Dominic Calvert-Lewin náði föstum skalla á markið sem Kepa, markmaður Chelsea, náði ekki að halda og Richarlison fylgdi á eftir og skallaði knöttinn í netið. Á 71. mínútu var Richarlison svo felldur inn í vítateig Chelsea og vítaspyrna dæmd.

Gylfi Þór steig á punktinn en lét Kepa verja frá sér. Það kom ekki að sök því Gylfi hirti frákastið og skoraði auðveldlega fram hjá Kepa í markinu. Everton er með 40 stig í ellefta sæti deildarinnar en Chelsea er í sjötta sæti deildarinnar með 57 stig, fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti.

Everton 2:0 Chelsea opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert