Stríð um miðaverð hjá United og Barcelona

Manchester United mætir Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Manchester United mætir Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester United tilkynnti í dag að það myndi niðurgreiða miðaverð fyrir stuðningsmenn sína á seinni leik liðsins gegn Barcelona í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fer á Camp Nou 16. apríl.

Miðaverð á leikinn fyrir fylgismenn United er 102 pund sem forráðamenn Manchester United telja of hátt og mun félagið greiða 27 pund af hverjum miða fyrir stuðningsmennina.

United sendi bréf til stuðningsmanna sinna þar sem þetta kemur fram en þar er skýrt frá því að stuðningsmenn Barcelona verði rukkaðir um sömu upphæð á fyrri leiknum á Old Trafford 10. apríl, eða 102 pund. Þeir peningar verði síðan notaðir til að niðurgreiða miðaverðið á seinni leiknum.

Manchester United segir að með þessu hafi Barcelona valið að fara sömu leið og Valencia og Sevilla hefðu gert á heimaleikjum sínum gegn United og hækkað miðaverðið fyrir ensku áhorfendurna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert