Finnur fyrir pressunni á Liverpool

Steven Gerrard vonar innilega að Liverpool vinni ensku úrvalsdeildina í …
Steven Gerrard vonar innilega að Liverpool vinni ensku úrvalsdeildina í vor. Ljósmynd/Eddie Keogh

Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Liverpool, segist finna fyrir pressunni á félaginu þessa stundina en Liverpool er í harðri baráttu um enska úrvalsdeildartitilinn.

Liverpool situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 76 stig eftir 31 leik en Manchester City er í öðru sæti deildarinnar með 74 stig eftir 30 leiki. „Ég get í sannleika sagt að ég finn enn þá fyrir pressunni. Pressan er til staðar í hausnum á mér en ég er stjóri Rangers í dag og einbeiti mér að sjálfsögðu að því að standa mig vel fyrir félagið og stuðningsmennina,“ sagði Gerrard.

„Ég vona svo sannarlega að strákarnir í Liverpool geti klárað dæmið í vor, það myndi gera mig að glaðasta manni í heimi,“ sagði Gerrard enn fremur en Liverpool fær Tottenham í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn næstkomandi en Tottenham er í þriðja sæti deildarinnar með 61 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert