Chelsea upp í fjórða sætið

Eden Hazard með boltann í dag. Jeff Hendrick fylgir honum.
Eden Hazard með boltann í dag. Jeff Hendrick fylgir honum. AFP

Chelsea er komið upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2:2-jafntefli við Burnley á heimavelli. Öll fjögur mörkin komu í afar fjörugum fyrri hálfleik. 

Jeff Hendrick kom Burnley yfir með viðstöðulausu skoti utan teigs eftir hornspyrnu á 8. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði N'Golo Kanté eftir glæsilegan undirbúning hjá Eden Hazard. 

Chelsea komst yfir á 14. mínútu en Gonzalo Higuaín negldi boltanum í slá og inn úr þröngu færi. Tíu mínútum síðar jafnaði Ashley Barnes og var staðan í hálfleik 2:2. Seinni hálfleikurinn var með rólegra móti og var hvorugt liðið nálægt því að skora. 

Chelsea er nú með 67 stig og í fjórða sæti, eins og Tottenham sem er í þriðja sæti. Arsenal er með 66 stig í fimmta sæti og Manchester United í sjötta sæti með 64 stig. Burnley er í 15. sæti með 40 stig. 

Chelsea 2:2 Burnley opna loka
90. mín. Leik lokið Eitt stig á hvort lið efti rórlegan seinni hálfleik.
mbl.is