Pogba bíður eftir sumrinu

Paul Pogba er sagður vilja fara frá United.
Paul Pogba er sagður vilja fara frá United. AFP

Það styttist í að knattspyrnutímabilið endi víða í Evrópu og skömmu síðar verður félagsskiptaglugginn opnaður. Þá geta hinir ýmsu knattspyrnumenn fært sig um set en einn sem bíður óþreyjufullur eftir sumrinu er stórstjarnan Paul Pogba.

Svo segir alla vega bróðir hans Florentin en Paul Pogba hefur iðulega verið orðaður við spænska risann Real Madrid en hann hefur undanfarin þrjú ár leikið með Manchester United á Englandi.

„Hann hefur alltaf sagt, að eftir Manchester er Madríd spennandi ákvörðunarstaður. Þegar tími hans í Manchester endar, af hverju ekki að fara til Madríd?“ spurði Florentin í viðtali við AS á Spáni.

Aðspurður hvort hann teldi einhverjar líkur á að bróðir hans myndi halda sig í Manchester sagði Florentin: „Ég veit það ekki, allt getur gerst í fótbolta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert