Horft til Lissabon

Bruno Fernandes skorar úr víti.
Bruno Fernandes skorar úr víti. AFP

Mörg af stóru knattspyrnufélögunum eru nú sögð horfa til Lissabon í Portúgal. Þar hefur miðtengiliðurinn Bruno Fernandes slegið í gegn með Sporting Lissabon en hann hefur skilað liðinu geysilega mörgum mörkum og stoðsendingum. 

Fernandes er 24 ára gamall og er fyrirliði Sporting. Hann skoraði 32 mörk í öllum keppnum á tímabilinu og gaf 17 stoðsendingar á samherja sína. Í deildinni hefur hann átt beinan þátt í 33 mörkum liðsins og er það meira en hjá öðrum tengiliðum í stærri deildum Evrópu. 

Í ensku úrvalsdeildinni eru bæði Manchester-liðin sögð vera mjög áhugasöm. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert