Segja að Lampard taki við af Sarri

Maurizio Sarri.
Maurizio Sarri. AFP

Ítalskir fjölmiðlar halda því fram að Chelsea hafi ákveðið að reka Ítalann Maurizio Sarri  frá störfum í sumar og ráða í hans stað eina goðsögnum félagsins.

Sarri tók við Chelsea-liðinu fyrir tímabilið og undir hans stjórn hafnaði liðið í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er komið í úrslit í Evrópudeildinni þar sem liðið mætir Arsenal í úrslitaleik.

Að sögn ítalskra fjölmiðla mun Frank Lampard, fyrrverandi leikmaður Chelsea, taka við starfi Sarri en hann er núverandi stjóri enska B-deildarliðsins Derby County.

mbl.is