Ekki gleyma konunum

Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City leika til …
Pep Guardiola og lærisveinar hans í Manchester City leika til úrslita í ensku bikarkeppninni í dag. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var mættur á blaðamannafund í gær þar sem hann ræddi leik liðsins gegn Watford í úrslitum ensku bikarkeppninnar sem fram fer í dag á Wembley. 

Manchester City tryggði sér Englandsmeistaratitilinn um síðustu helgi eftir 4:1-útisigur gegn Brighton í lokaumferð deildarinnar og þá hafði liðið unnið sigur í enska deildabikarnum fyrr í vetur.

City getur því með sigri í dag orðið fyrsta karlaliðið til þess að vinna þrefalt á Englandi. Guardiola var spurður út í það hversu mikið afrek það yrði að vinna þrennuna af blaðamanni í gær.

Blaðamaðurinn spurði hann hins vegar hversu vongóður hann væri um að City yrði fyrsta liðið til þess að vinna ensku þrennuna og Guardiola leiðrétti hann réttilega óg minnti hann réttilega á að City yrði ekki fyrsta liðið til þess að vinna þrennuna.

Kvennalið Arsenal hefur fjórum sinnum unnið þrefalt, fyrst árið 1993 og síðast árið 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert