Eiður: Borguðum við 11 milljónir fyrir hann?

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi leikmaður enska félagsins Chelsea, segir að Frank Lampard sé trúlega besti leikmaðurinn í sögu Chelsea en hann hefur nýverið tekið við sem knattspyrnustjóri félagsins.

Eiður og Lampard eru góðir vinir frá því að þeir spiluðu léku saman með Lundúnaliðinu en þar voru þeir samherjar í sex ár, frá 2001 til 2006, og unnu m.a. enska meistaratitilinn tvívegis með liðinu á þeim tíma. 

Eiður Smári og Sveppi hittu Frank Lampard í þáttunum „Gudjohnsen“ sem eru í Sjónvarpi Símans Premium og sjá má þar í heild sinni en hér er sýnishorn.

mbl.is