Bruce ráðinn stjóri Newcastle

Steve Bruce.
Steve Bruce. AFP

Steve Bruce hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Newcastle til næstu þriggja ára en félagið greindi frá þessu fyrir stundu.

Bruce yfirgaf enska B-deildarliðið Sheffield Wednesday á mánudaginn og tekur við stjórastarfinu hjá Newcastle í stað Rafael Benítez sem nýlega tók við þjálfun kínverska liðsins Dalian Yifang.

„Ég er ánægður og ótrúlega stoltur að hafa verið ráðinn knattspyrnustjóri Newcastle. Þetta var liðið mitt í æsku og var félag föður míns. Þetta er því sérstök stund fyrir mig og mína fjölskyldu,“ segir Bruce á vef Newcastle.

Bruce, sem er 58 ára gam­all, tók við Wed­nes­day í janú­ar á þessu ári eft­ir að hon­um hafði verið sagt upp störf­um hjá Ast­on Villa í októ­ber, en þar hafði hann verið stjóri í tvö ár.

Áður hef­ur Bruce stýrt liðum Hull, Sund­erland, Wig­an, Bir­ming­ham, Crystal Palace, Hudders­field og Sheffield United. Hann lék á sín­um tíma 737 leiki í ensku deilda­keppn­inni og þar af voru 309 leik­ir með Manchester United.

mbl.is