Leikmaðurinn sem Liverpool vantar

James Maddison hefur farið vel af stað með Leicester City …
James Maddison hefur farið vel af stað með Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. AFP

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, vill sjá félagið styrkja leikmannahópinn í janúarglugganum. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, bætti litlu við leikmannahóp sinn í sumar en einu leikmennirnir sem voru keyptir voru ungstirnin Sepp van den Berg og Harvey Elliott.

Liverpool ætlar sér að berjast við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn á leiktíðinni en Carragher telur að Liverpool vanti ennþá breidd í leikmannahóp sinn til þess að berjast við City. „Það er einn leikmaður sem leikur með liðið í ensku úrvalsdeildinni sem ég að tel að myndi henta liðinu fullkomlega,“ sagði Carragher í Monday Night Football í gær.

„Persónulega þá hefði ég viljað sjá Liverpool reyna að fá Coutinho aftur á Anfield en það tókst ekki. Mér finnst að félagið eigi að horfa til James Maddison, sóknarmanns Leicester. Hann er 22 ára gamall, mjög skapandi miðjumaður, sem er jafnframt duglegur og myndi henta liðinu vel,“ sagði Carragher.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert