Gylfi Þór á ferðinni í kvöld þegar ný umferð hefst

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður á ferðinni í kvöld þegar 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst. Gylfi og samherjar hans í Everton fara til Birmingham og heimsækja Aston Villa. Verður það eini leikurinn sem er á dagskrá í kvöld en umferðin heldur áfram á morgun.

Everton hefur byrjað leiktíðina ágætlega í deildinni. Liðið gerði markalaust jafntefli gegn Crystal Palace í London í fyrstu umferðinni og í annarri umferðinni vann liðið Watford 1:0 í Liverpool.

Aston Villa, sem Birkir Bjarnason, lék með á síðustu leiktíð er nýliði í deildinni og hefur þurft að sætta sig við töp í fyrstu tveimur leikjunum. Villa tapaði 3:1 fyrir Tottenham í London í fyrstu umferðinni eftir að hafa komist 1:0 yfir. Í annarri umferð tapaði liðið á heimavelli fyrir Bournemouth 2:1. Gylfi og samherjar ættu því að eiga fína möguleika á sigri í kvöld.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert