Glæsileg mörk úr Liverpool - Arsenal (myndskeið)

Liverpool og Arsenal eigast við í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta kl. 16:30 í dag. Mbl.is hefur hitað upp fyrir leikinn síðustu daga með minnisstæðum atvikum úr leikjum liðanna í gegnum tíðina. 

Leikir Liverpool og Arsenal eru oftast mikil skemmtun og er oftar en ekki mikið skorað. í meðfylgjandi myndskeiði má sjá fimm glæsileg mörk sem skoruð hafa verið í leikjum liðanna í ensku úrvalsdeildinni. 

Þau eru í tímaröð og er fyrsta markið frá Michael Owen frá tímabilinu 1997-1998. Það síðasta er skorað af Roberto Firmino, tímabilið 2015-2016. Steven Gerrard og Robin van Persie eiga m.a mörk á listanum. Sjón er sögu ríkari og má sjá mörkin í spilaranum hér fyrir ofan.

Roberto Firmino kemur við sögu í myndbandinu.
Roberto Firmino kemur við sögu í myndbandinu. AFP
mbl.is