Dalot mættur til Kína

Diogo Dalot
Diogo Dalot AFP

Diogo Dalot, leikmaður Manchester United, er mættur til kínverska félagsins Shanghai SIPG þar sem hann fær aðhlynningu hjá sjúkraþjálfara liðsins. Dalot hefur verið að glíma við meiðsli í mjöðm. 

Dalot fær sérstaka tíu daga meðferð hjá Brasilíumanninum Eduardo, sem er sérfræðingur í meiðslum í mjöðm og sjúkraþjálfari kínverska liðsins. Kaus Portúgalinn frekar að fara til Kína en að vera hjá sjúkraþjálfurum og læknum Manchester-félagsins. 

Hinn tvítugi Dalot hefur ekkert spilað með Manchester United á tímabilinu en Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri enska liðsins, sagðist í síðasta mánuði vona að hann yrði klár eftir landsleikjahléið. 

Dalot kom til Manchester United frá Porto fyrir síðustu leiktíð og spilaði 23 leiki með enska liðinu á síðasta tímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert