Lindelöf framlengir við United

Victor Lindelöf verður hjá Manchester United næstu árin.
Victor Lindelöf verður hjá Manchester United næstu árin. AFP

Sænski varnarmaðurinn Victor Lindelöf skrifaði í dag undir nýjan samning við enska knattspyrnufélagið Manchester United. Samningurinn gildir til 2024 og með möguleika á framlengingu um eitt ár. 

Lindelöf kom til United frá Benfica fyrir tveimur árum  og hefur leikið 74 leiki með liðinu. Hann hefur fest sig í sessi í byrjunarliði liðsins eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við og hafa hann og Harry Maguire myndað miðvarðapar liðsins í undanförnum leikjum. 

„United hefur verið eins og heimili frá fyrsta degi. Ég hef bætt mig mikið sem bæði leikmaður og manneskja á síðustu tveimur árum og ég er þakklátur fyrir það. Ég ætla mér að vinna titla hjá United,“ sagði Svíinn í viðtali á heimasíðu félagsins. 

mbl.is