Stig sem gæti reynst mjög dýrmætt

Jordan Henderson og liðsfélagar ræða við Martin Atkinson dómara á …
Jordan Henderson og liðsfélagar ræða við Martin Atkinson dómara á Old Trafford í dag. AFP

„Við hefðum getað spilað miklu betur í dag en ef þú getur ekki unnið, ekki tapa,“ sagði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, eftir 1:1-jafntefli gegn Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Liverpool var með fullt hús stiga fyrir leik dagsins að eltast við sinn 18 deildarsigur í röð en nágrannarnir frá Manchester komust yfir snemma leiks með marki Marcus Rashford. Adam Lallana kom svo inn af varamananbekknum og bjargaði stigi fyrir Liverpool og var Henderson hæstánægður með liðsfélaga sinn.

„Hann bjargaði okkur með þessu marki og þetta stig gæti reynst mjög dýrmætt. Við spiluðum ekki okkar besta leik í dag,“ bætti hann við en Henderson var í viðtali við Sky Sports eftir leik.

mbl.is