Campbell horfði á Southend tapa 7:1

Sol Campbell.
Sol Campbell. Ljósmynd/Macclesfield

Sol Campbell, nýráðinn knattspyrnustjóri Southend í ensku C-deildinni, horfði á sitt nýja félag þola sitt stærsta tap á heimavelli í sögu félagsins en liðið tapaði 7:1 gegn Doncaster.

Southend er í næstneðsta sæti deildarinnar með fimm stig eftir 14 umferðir. Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands, verður aðstoðarmaður Campbells en fyrsti leikur þeirra verður gegn toppliði Ipswich um næstu helgi.

mbl.is