Er Emery rétti maðurinn fyrir Arsenal?

Arsenal þurfti að sætta sig við tap gegn nýliðum Sheffield …
Arsenal þurfti að sætta sig við tap gegn nýliðum Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn síðasta. AFP

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool og sparkspekingur hjá Sky Sports, var ekki hrifinn af frammistöðu Arsenal gegn nýliðum Sheffield United á Brismall Lane í Sheffield á mánudaginn síðasta. Leiknum lauk með 1:0-sigri Sheffield United en Lys Mousset skoraði sigurmark leiksins í fyrri hálfleik.

„Ég sé nánast engar breytingar á liðinu frá því að Wenger var að stýra liðinu í sínum síðustu leikjum,“ sagði Carragher í sjónvarpsþættinum Monday Night Football. „Að mínu mati leit liðið betur út þá en þeir gera í dag. Eins fáránlegt og það hljómar þá spilaði Sheffield United betri fótbolta en Arsenal í fyrri hálfleik.“

„Sama hvað þá var aldrei hægt að láta svona hluti út úr sér þegar Wenger var með liðið. Vissulega er tímabilið nýbyrjað en ef ekkert breytist fyrir jól þá verður maður að spyrja sig að því hvort Unai Emery sé rétti maðurinn fyrir Arsenal. Mér sýnist stuðningsmenn liðsins vera að missa þolinmæðina gagnvart stjóranum,“ bætti Carragher við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert