Tíu Newcastle-menn héldu út (myndskeið)

Newcastle og Wol­ves skildu jöfn, 1:1, í fyrsta leik dags­ins í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta. Newcastle er áfram í sautjánda sæti, nú einu stigi fyr­ir ofan Sout­hampt­on sem er í fallsæti. Wol­ves er í ell­efta sæti með tólf stig.

Varn­ar­maður­inn Jama­al Lascell­es kom Newcastle yfir á 37. mín­útu og var staðan í hálfleik 1:0 fyr­ir Newcastle. Spán­verj­inn Jonny jafnaði met­in á 73. mín­útu og níu mín­út­um síðar fékk Sean Longstaff beint rautt spjald hjá Newcastle. 

Mörkin, rauða spjaldið og önnur tilþrif úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is