Klopp við Loga: Við fæddumst á tánum

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum sáttur eftir 3:1-sigur sinna manna gegn Englandsmeisturum Manchester City á Anfield í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool komst yfir strax á 6. mínútu en City-menn vildu fá tvær vítaspyrnur í leiknum.

„Ég sá ekki atvikið í upphafi leiks þegar City vildi fá víti,“ sagði Klopp í samtali við Loga Bergmann hjá Síminn Sport á Anfield í dag. „Fólk var að tala um þetta eftir leik og að boltinn hefði farið í höndina á Trent en dómarinn dæmdi ekkert og það þýðir því ekki að ræða það.“

Liverpool er nú með 9 stiga forskot á toppi deildarinnar og Logi spurðu Klopp hvort það yrði erfitt fyrir hann að halda sínum mönnum á tánum það sem eftir lifði vetrar. „Það verður ekkert vandamál, við fæddumst allir á tánum,“ sagði Klopp léttur.

Jürgen Klopp og félagar eru með átta stiga forskot á …
Jürgen Klopp og félagar eru með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. AFP
mbl.is