Kom Silva í veg fyrir vítaspyrnu?

Bernardo Silva í baráttunni við Virgil van Dijk í stórleiknum …
Bernardo Silva í baráttunni við Virgil van Dijk í stórleiknum á Anfield í dag. AFP

Liverpool vann 3:1-sigur gegn Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Anfield í dag. Liverpool er nú með 8 siga forskot á toppi deildarinnar en Englandsmeistarar City eru 9 stigum á eftir Liverpool í fjórða sæti deildarinnar.

Fabinho kom Liverpool yfir á 6. mínútu með frábæru skoti af 30 metra færi. Í aðdraganda marksins vildi City fá vítaspyrnu þar sem boltinn fór í hönd Trent Alexanders-Arnolds inn í vítateig Liverpool. Michael Oliver, dómari leiksins, dæmdi hins vegar ekkert.

Liverpool brunaði því upp í skyndisókn og komst yfir. Bobby Madley, fyrrverandi dómari í ensku úrvalsdeildinni, tjáði sig um atvikið á Twitter í dag og segir hann að þar sem boltinn fór í hönd Bernardo Silva, sóknarmanns City, áður en hún fór í Alexander-Arnold, hafi ekki verið hægt að dæma víti.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var allt annað en sáttur í leikslok, líkt og allir leikmenn City, en spænski stjórinn vildi líka fá vítaspyrnu seint í leiknum. Þá fór boltinn aftur í hönd Alexander-Arnold innan teigs en Michael Oliver stóð mjög nálægt atvikinu og ákvað að dæma ekki neitt.

Bobby Madley tjáði sig um atvikið á Twitter en eyddi …
Bobby Madley tjáði sig um atvikið á Twitter en eyddi svo færslunni eftir að stuðningsmenn Manchester City létu hann heyra það duglega á samfélagsmiðlinum. Ljósmynd/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert