Ekki bara pollýönnuboðskapur

Joe Gomez og Raheem Sterling á æfingu enska landsliðsins.
Joe Gomez og Raheem Sterling á æfingu enska landsliðsins. AFP

Greint var frá því í gær að upp úr hefði soðið á æfingu hjá enska karlalandsliðinu í knattspyrnu. Lenti leikmönnum saman sem mæst höfðu í mikilvægum leik í úrvalsdeildinni daginn áður.

Sagan kennir okkur að litlar líkur eru á því að Englendingar vinni stórmót í íþróttinni. Jafnvel þótt þeir geti spilað eins og englar í undankeppnum þegar spennan er minni. Ef landsliðsmennirnir geta ekki sett ríg á milli félagsliða til hliðar eiga þeir ekki möguleika. Klisjan um liðsheildina í hópíþróttum er ekki klisja að ástæðulausu. Liðsheildin er mikilvæg en ekki bara pollýönnuboðskapur út í loftið.

Fyrir nokkru voru enskar sparkkempur í spjalli í sjónvarpssal. Höfðu verið landsliðsmenn þegar Englendingar áttu óvenju vel mannað lið. Mig minnir að þarna hafi verið Rio Ferdinand, Frank Lampard og Steven Gerrard mættir en man það ekki nákvæmlega. Þeir viðurkenndu að sem landsliðsmenn hefðu þeir aldrei getað lagt til hliðar þann ríg sem var á milli félagsliða þeirra. Enda unnu þeir ekkert með landsliðinu. Þeir töldu sig hafa metnað til að gera vel með landsliðinu á þeim tíma en áttuðu sig á því síðar að þeir voru ekki með það í forgangi.

Sjá allan bakvörð Kristjáns á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »