Dejan Lovren kastar sér niður (myndskeið)

„Dejan Lovren fær smá snertingu á bakið og kastar sér niður. Það er Wijnaldum sem flikkar boltanum, þannig að hann hefði aldrei unnið þennan bolta og þetta er leikskilningurinn sem ég er að tala um. Þegar þú ert inni í þessu tölvuherbergi þá verðurðu að sjá þetta, hann á ekki séns í boltann,“ sagði Freyr Alexandersson um markið sem dæmt var af Crystal Palace í leiknum gegn Liverpool þegar þeir Eiður Smári Guðjohnsen ræddu við Tómas Þór Þórðarson um leikinn á Vellinum í Sjónvarpi Símans.

„Það skal enginn segja mér að Lovren, 90-95 kílóa maður, þurfi að detta við þessa snertingu,“ bætti Eiður við en heimamönnum var ekki skemmt þegar VAR tók af þeim mark sem þeim Eiði og Frey fannst eiga að standa gott og gilt.

Umræðurnar um atvikið umdeilda sem og frábært gengi Liverpool má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert