Dramatískur sigur Southampton í fallslagnum

Leikmenn Southampton fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Southampton fagna sigurmarkinu. Ljósmynd/Southampton

Southampton vann 2:1-heimasigur á Watford í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Watford komst yfir í fyrri hálfleik en Southampton svaraði með tveimur mörkum á síðustu tólf mínútunum. 

Ismaila Sarr kom Watford yfir á 24. mínútu, nokkuð gegn gangi leiksins, og var staðan í leikhléi 1:0.

Southampton var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og jöfnunarmarkið kom loks á 78. mínútu er Danny Ings skoraði. Fimm mínútum síðar skoraði James Ward-Prowse sigurmark Southampton. 

Þrátt fyrir sigurinn er Southampton enn í fallsæti. Liðið er í 18. sæti með 12 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Watford er á botninum með aðeins átta stig. 

mbl.is