Jákvæðar fréttir fyrir City

Aymeric Laporte nálgast endurkomu en City-menn hafa saknað hans sárt.
Aymeric Laporte nálgast endurkomu en City-menn hafa saknað hans sárt. AFP

Aymeric Laporte, varnarmaður Englandsmeistara Manchester City, vonast til þess að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn á næstu tveimur mánuðum. Laporte meiddist á hné í lok ágúst og hefur ekkert leikið með City síðan en meistararnir hafa saknað hans sárt í hjarta varnarinnar.

Laporte gekkst undir aðgerð í byrjun september og vonast nú til þess að snúa aftur um miðjan janúar. „Endurhæfingin gengur mjög vel,“ sagði Laporte í samtali við Sky Sports. „Ég þarf ennþá tíma en vonandi sný ég aftur sem allra fyrst.“

„Ég get ekki sagt nákvæmlega hvenær ég mun snúa aftur en einn og hálfur mánuður til tveir mánuðir eru markmiðið,“ bætti Laporte við. City er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, ellefu stigum minna en topplið Liverpool, eftir fjórtán umferðir.

mbl.is