Sigur í fyrsta leik Fergusons

Leikmenn Everton fagna öðru marki Dominic Calvert-Lewin í leiknum.
Leikmenn Everton fagna öðru marki Dominic Calvert-Lewin í leiknum. AFP

Duncan Ferguson fer vel af stað í starfi sem tímabundinn knattspyrnustjóri Everton en hann stýrði liðinu til sigurs gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Goodison Park í Liverpool í dag. Leiknum lauk með 3:1-sigri Everton en þetta var fyrsti leikur Fergusons við stjórnvölinn eftir að Marco Silva var rekinn á fimmtudaginn síðasta.

Richarlison kom Everton yfir strax á 5. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf Djibril Sidibé og Everton leiddi með einu marki gegn engu í hálfleik. Dominic Calvert-Lewin tvöfaldaði forystu Everton á 49. mínútu með hnitmiðuðu skoti úr teignum en Chelsea menn voru fljótir að svara. Boltinn datt þá fyrir Mateo Kovacic, rétt utan teigs, og hann þrumaði boltanum í nærhornið og staðan orðin 2:1.

Calvert-Lewin var svo aftur á ferðinni á 83. mínútu þegar hann innsiglaði sigur Everton eftir vandræðagang í vörn Chelsea og Everton fagnaði dýrmætum sigri. Everton fer úr fallsæti með sigrinum og er komið í fjórtánda sæti deildarinnar í 17 stig en Chelsea er sem fyrr í fjórða sætinu með 29 stig.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Everton 3:1 Chelsea opna loka
90. mín. Ekkert sem bendir til þess að Chelsea sé að fara jafna metin.
mbl.is